Ferill 493. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 493 . mál.


1170. Breytingartillögur



við frv. til l. um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Við 2. flokk í 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í þennan flokk falla einnig fiskiskip 39 metrar og styttri sem togveiðiheimildir höfðu eftir þeirri viðmiðun skv. 3. gr. laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, enda verði ekki um aukningu á aflvísum þeirra að ræða eftir 1. júní 1997.
         
    
    Við 3. flokk í 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur fiskiskip 26 metrar og styttri sem togveiðiheimildir höfðu eftir þeirri viðmiðun skv. 3. gr. laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, enda verði ekki um aukningu á aflvísum þeirra að ræða eftir 1. júní 1997.
         
    
    Í stað orðsins „vélarafl“ í síðasta málslið 3. mgr. komi: afl aðalvélar.
         
    
    4. mgr. orðist svo:
                            Siglingastofnun Íslands skal halda skrá yfir aflvísa þeirra skipa sem stunda veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót og skal sú skrá lögð til grundvallar við ákvörðun veiðiheimilda samkvæmt þessari grein.
         
    
    Við F-lið 8. mgr. (Breiðafjörður) bætist nýr liður, F.4, svohljóðandi: Tímabilið 1. september – 31. desember utan línu sem dregin er 4 sjómílur utan við viðmiðunarlínu á Snæfellsnesi, norðan við línu réttvísandi vestur frá Malarrifi (vms. 38) og utan við viðmiðunarlínu milli Öndverðarnesvita (vms. 41) og Skorarvita (vms. 42). Að norðan markast svæði þetta af 65°16'0 N.
         
    
    G-liður 8. mgr. (Vestfirðir) orðist svo:
                             Allir flokkar:
                            Allt árið frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum (vms. 43) að línu réttvísandi norður frá Horni (vms. 48), utan línu sem dregin er 12 sjómílur utan viðmiðunarlínu.
    Við 12. gr. 2. málsl. orðist svo: Slíka tilraun skal gera með þeim hætti að hún tefji veiðar skipsins óverulega og valdi útgerðinni ekki teljandi óhagræði.
    Við 13. gr. Á eftir orðinu „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 2. málsl. komi: Landhelgisgæslunnar.
    Við 14. gr. 1. málsl. orðist svo: Ráðherra setur reglur um framkvæmd laga þessara.
    Við 21. gr. Í stað „20. gr. og 21. gr.“ í 2. málsl. komi: 21. gr. og 22. gr.
    Við 22. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 1998.
    Ákvæði til bráðabirgða falli brott.